Viðskiptavinir

Saumastofan íris ehf. byggir tilvist sína á persónulegum samskiptum, vandaðri vinnu og hóflegri verðlagningu. Við leitumst við að bjóða góða þjónustu og gerum okkar besta fyrir hvern og einn.

Nú þegar seljum við fatnað til fjölda aðila og hafa flestir þeirra verið tryggir viðskiptavinir okkar í mörg ár.

Viðskiptavinir okkar eru til dæmis:

    Dvalar- og hjúkrunarheimili
Fiskvinnslufyrirtæki
Heilbrigðisstofnanir
Hótel
Lyfjafyrirtæki
Læknastofur
Matvælafyrirtæki
Mötuneyti
Snyrtistofur
Tannlæknastofur
Veitingahús

Okkar markmið

Við hjá Saumastofunni vitum að atvinnulífið gerir eðlilega kröfu til þess að sá fatnaður sem starfsmenn klæðast sé þægilegur og hentugur. Jafnframt að fatnaðurinn sé slitsterkur og auðvelt sé að þrífa hann.
 
Í hnotskurn eru þetta þau markmið sem við hjá Saumastofunni Írisi ehf. höfum sett okkur.
 
Ný hönnun á vinnufatnaði í samstarfi við og eftir óskum viðskiptavina okkar, sjáum við ekki sem vandamál heldur lítum á það sem skemmtilegt verkefni.
 
Saumastofan Íris ehf. býður ávallt nýja viðskiptavini velkomna og heitir þeim góðri þjónustu.