Velkomin á vef
Saumastofunnar Írisar

ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA Á FATNAÐI FYRIR ATVINNULÍFIÐ

Saumastofan Íris ehf. sérhæfir sig í framleiðslu fatnaðar fyrir atvinnulífið, til dæmis fyrir heilbrigðisþjónustu, matvælavinnslu og fiskvinnslu og leggur áherslu á vandaðan og snyrtilegan fatnað.
 
Fyrirtækið á að baki langt og farsælt starf fyrir viðskiptavini sína enda  hefur hún að stofni til verið starfandi í meira en  50 ár. 
Framleiðsla og hönnun Saumastofunnar Írisar er alfarið íslensk, unnin af fagfólki á Skagaströnd.
 
Við leggjum metnað okkar í að bjóða persónulega þjónustu og gerum okkar besta til að uppfylla kröfur viðskiptavina okkar. Við gerum engar kröfur um lágmarkspöntun, engin pöntun er of lítil.
 
Á Saumastofunni Írisi starfar menntaður klæðskeri og það teljum við vera góða tryggingu fyrir gæðum vörunnar og faglegum og vönduðum vinnubrögðum.

Vantar þig frekari upplýsingar?

Hafðu samband og við munum svara fyrirspurn þinni eins fljótt og hægt er.