Um okkur

Saumastofan Íris ehf er rótgróið fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á
vinnufatnaði fyrir starfsfólk í ýmsum þjónustustörfum og matvælavinnslu þar
sem krafist er vandaðs og snyrtilegs fatnaðar en sinnir jafnframt öðrum
sérhæfðum saumaverkefnum.

Saumastofan Íris ehf.

Eigendur Saumastofunnar Írisar ehf. eru Fjóla Jónsdóttir og Sólveig Róarsdóttir.

Fjóla Jónsdóttir hefur áratuga reynslu í fataframleiðslu, hönnun og saumaskap hjá ýmsum fyrirtækjum.
Segja má að fátt komi henni lengur á
óvart, hún leysir einfaldlega fljótt og vel úr þeim verkefnum sem rata á hennar borð.
Síminn hjá Fjólu er: 864 1371.

Sólveig Róarsdóttir er menntaður klæðskeri, rak sitt eigið klæðskeraverkstæði sem nefndist Sveinninn og hefur einnig starfað hjá öðrum framleiðslufyrirtækjum í fataiðnaði. Sömu sögu er að segja með hana,
þekking hennar og reynsla er einnig mikil.
Síminn hjá Sólveigu er: 898 2759.

Stofnendur

Saumastofan var stofnuð á Akureyri árið 1968 og var nafn hennar Íris fatagerð. Stofnendur hennar voru hjónin Jón Tryggvason og Inga Skarphéðinsdóttir. Reksturinn var alla tíð í styrkum
höndum þessara heiðurshjóna og fyrirtækið ávann sér traust og virðingu
viðskiptavina sinna fyrir góða þjónustu.
Eftir andlát Jóns, var fyrirtækið selt til Skagastrandar og tóku núverandi eigendur við því árið 2005..