Um okkur

Saumastofan Íris ehf er rótgróið fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á
vinnufatnaði fyrir starfsfólk í ýmsum þjónustustörfum og matvælavinnslu þar
sem krafist er vandaðs og snyrtilegs fatnaðar en sinnir jafnframt öðrum
sérhæfðum saumaverkefnum.

Saumastofan Íris ehf.

Eigend Saumastofunnar Írisar ehf. er Jóhanna Ey Harðardóttir

Jóhanna Ey er menntuð fatahönnuður og starfaði um árabil sem slíkur. Hún hefur mikla reynslu af hönnun og sníðagerð, jafnt sem fatasaum.

Stofnendur

Saumastofan var stofnuð á Akureyri árið 1968 og var nafn hennar Íris fatagerð. Stofnendur hennar voru hjónin Jón Tryggvason og Inga Skarphéðinsdóttir.
Reksturinn var alla tíð í styrkum
höndum þessara heiðurshjóna og fyrirtækið ávann sér traust og virðingu
viðskiptavina sinna fyrir góða þjónustu.
Árið 2005 var fyrirtækið selt til Skagastrandar þar sem Fjóla Jónsdóttir og Sólveig Róarsdóttir ráku það í um 20 ár eða til ársins 2024 þegar Jóhanna Ey Harðardóttir keypti fyrirtækið og flutti það á Sauðárkrók þar sem það er nú starfandi.